fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433Sport

Atli Sveinn tekur við Haukum

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 26. september 2021 18:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Sveinn Þórarinsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Hauka í 2. deild karla. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Atli stýrði Fylki ásamt Ólafi Stígssyni síðustu tvö tímabil. Þeir voru látnir fara þaðan fyrir nokkrum vikum. Atli þjálfaði áður Davík/Reyni í 3. deild, 2. flokk karla hjá KA auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Stjörnunni.

Igor Bjarni Kostic hefur þjálfað Hauka undanfarin tvö tímabil. Hann hætti á dögunum.

,,Við bindum miklar vonir við Atla og höfum trú á að hann sé rétti maðurinn í að stýra liðinu aftur upp í Lengjudeildina. Að sama skapi ætlum við að styrkja hópinn enn frekar. Þá vil ég nota tækifærið og þakka Igor fyrir vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild Hauka þar sem hann leiddi m.a. innleiðingu á nýrri námsskrá, hafði umsjón með afreksskóla deildinnar og stuðlaði að faglegra starfi knattspyrnudeildar í samstarfi við aðra þjálfara – það er vinna sem mun nýtast áfram,“ segir Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, um ráðninguna.

Haukar höfnuðu í níunda sæti 2. deildar í sumar. Á tímablinu í fyrra hafnaði liðið í fjórða sæti sömu deildar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Í gær

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“