fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
433Sport

Kveðjubréf Guðna Bergssonar – Fer yfir ákvörðun sína að segja upp störfum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítið hefur heyrst frá Guðna Bergssyni fyrrum formanni KSÍ eftir að hann lét af störfum sem formaður KSÍ í lok síðasta mánuðir. Sagði Guðni starfi sínu lausu eftir að sambandið var sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna.

Málið var rakið í fjölmiðlum en Guðni hefur ekkert tjáð sig um málið eftir að hann gekk út af skrifstofu sinni í Laugardalnum. Guðni sendi í vikunni bréf á forráðamenn knattspyrnufélaga á Íslandi sem 433.is hefur nú undir höndum. Fer Guðni þar yfir málin, þakkar fyrir sig og kveður hreyfinguna.

Guðni byrjar bréfið á að rekja hvað gerðist og af hverju hann tók þá ákvörðun að segja starfi sínu lausu. „Undanfarnar vikur hafa verið mér lærdómsríkar. Í kjölfar mikillar umræðu í þjóðfélaginu, jafnt í fjölmiðlum sem á samfélagsmiðlum, tók ég þá erfiðu ákvörðun að segja af mér sem formaður KSÍ þann 29. ágúst sl. Þá höfðu málin þróast þannig að ég hafði ekki stuðning stjórnar í þeirri erfiðu og vandasömu stöðu sem komin var upp. Það var því ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð og segja af mér sem formaður KSÍ,“ skrifar Guðni í bréfinu.

Síðan hefur komið í ljós eftir að fundargerðir stjórnarfunda voru birtar að Guðni bauðst m.a. til þess að stíga til hliðar sem formaður á meðan að úttekt yrði gerð af utanaðkomandi aðila á störfum hans og viðbrögðum KSÍ.

Guðni segist í bréfinu ekki ætla að fara efnislega í þau mál sem hafa verið til umræðu en ræðir þau mál stuttlega.

„Af virðingu við hlutaðeigandi þolendur hyggst ég ekki ræða efnislega hér þau tilteknu mál sem leiddu til afsagnarinnar. Ég hef þegar beðist afsökunar og ítreka beiðnina hér á röngu svari í Kastljósi sem ég í einlægni taldi vera rétt en kom ekki heim og saman við atvikalýsingu þolenda. Ég fékk það mál til meðferðar í mars 2018 en það fór síðan í viðeigandi ferli og náðist sátt á milli málsaðila það vor án aðkomu minnar,“ skrifar Guðni.

„Annað mál sem við tókumst á við á rætur að rekja til ársins 2010 og snýr að frásögn og alvarlegum ásökunum sem birtust nýverið á samfélagsmiðlum og kom til okkar vitundar í sumar.“

„Það er ljóst að við í knattspyrnuhreyfingunni erum hluti af samfélaginu og verðum að hlusta á málefnalega gagnrýni og þær kröfur sem uppi eru hverju sinni. Viðbrögð við slíkri gagnrýni þurfa að vera yfirveguð og fagleg,“ skrifar Guðni.

Höfðu rætt við fagðila:

Guðni og stjórnendur KSÍ höfðu áður en málið fór á flug rætt við fagaðila til að öðlast þekkingu í að eiga við mál af þessum toga.

„Þessa síðustu daga og vikur áður en ég lét af störfum þá höfðum við rætt við ýmsa fagaðila, meðal annars Kolbrúnu Hrund Sigurgeirdóttur, verkefnisstjóra Jafnréttisskólans, um aðgerðir bæði hvað varðar fræðslu ungmenna og annað sem snýr að hegðun okkar iðkenda. Nú hefur vinnuhópi verið komið á og þessi mál farið í rýni bæði hjá KSÍ og ÍSÍ, sem er vel. Við verðum að setja okkur skýrari reglur um það hvaða kröfur við gerum til okkar iðkenda og stuðla að því að hegðun okkar í hreyfingunni innan vallar sem utan verði sem best og án hvers konar ofbeldis. Ef að ofbeldismál koma upp verða þau að fara sem fyrst í viðeigandi ferli með aðkomu fagaðila. Einnig verður að skýra hve langt ábyrgð íþróttafélaga og íþróttasambanda nær til hegðunar sinna iðkenda og hvaða áhrif hún hefur á stöðu þeirra innan félaga og landsliða. Alvarlegustu málin eiga svo heima á borði lögreglu og réttarvörslukerfisins. Þrátt fyrir erfiðleika síðustu vikna lít ég stoltur um farinn veg eftir að hafa starfað með ykkur undanfarin ár og tel að margt hafi áunnist innan KSÍ og í íslenskum fótbolta almennt,“ skrifar Guðni í bréfinu.

Hann telur svo upp þau mál sem hann m.a. barðist fyrir að næðu í gegn til að stuðla að auknu jafnrétti innan KSÍ.

„Á það ekki síst við um jafnréttismál og í kvennafótboltanum t.d með:
– jöfnun árangurstengdra greiðslna karla og kvenna ,
– stóraukinni þátttöku kvenna í nefndum KSÍ úr rúmlega 10% í 30% og
– ítarlegri úttekt og skýrslu starfshóps um átak til styrktar kvennafótboltanum og þáttöku kvenna á öllum sviðum fótboltans,“ segir í bréfinu.“

Fer yfir þau verkefni og breytingar sem urðu í stjórnartíð hans:.

Guðni fer svo yfir þær breytingar sem hann og stjórnin gerðu á skrifstofu KSÍ. „Knattspyrnusvið var sett á fót með sérstökum yfirmanni þess, Arnari Þór Viðarssyni og framfaraskref tekin á mörgum sviðum þar með auknum mælingum og þjálfun yngri landsliða. Unnið var náið með aðildarfélögunum með kostun á mynd- og leikgreiningu og við þjálfun m.a. með þjálfurum félaganna. Við kynntum nýja metnaðarfulla afreksstefnu og héldum fyrsta UEFA Pro Licence námskeiðið á Íslandi,“ skrifar Guðni og heldur áfram

„Markaðssvið tók til starfa og við náðum að stórauka sjálfaflatekjur knattspyrnusambandsins síðustu ár ásamt því að gera tímamóta búningasamning við Puma og kynna nýtt landsliðsmerki sem hlaut sérstök markaðsverðlaun. Ég er mjög spenntur fyrir fyrirhugaðri breytingu á mótafyrirkomulagi efstu deildar karla og skýrslum vinnuhópa um breytingu í öðrum deildum þar um. Það hafa einnig orðið úrbætur á keppnisfyrirkomulagi í yngri flokkum og er meira í burðarliðnum þar. Við gerðum síðan ýmislegt gott í samfélagsmálum eins og m.a. að styðja fótboltaliðið FC Sækó sem fékk alþjóðleg verðlaun UEFA fyrir frábært starf og fórum í samstarf með Parkinson samtökunum sem gat af sér hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins 2018. Hvað síðan eiginlegan árangur í fótboltanum varðar þá komumst við á HM í fyrsta sinn árið 2018 og á EM kvenna sem fram fer á næsta ári í Englandi ásamt því að taka þar þátt sumarið 2017. Einnig náði U21 karla í úrslitakeppni EM í Ungverjalandi og einnig U17 karla á Írlandi. Ég læt hér fylgja með lista yfir nokkur helstu verkefni okkar og áfanga undanfarin 4. En við eigum auðvitað svo margt eftir að gera. Við þurfum að fá stjórnvöld til þess að taka ákvörðun um og byggja nýjan þjóðarleikvang sem að sómi er að og bæta enn afreksstarfið okkar án þess að missa sjónar á og hlúa að því sem skiptir okkur mestu máli, en það er hið frábæra grasrótarstarf aðildarfélaganna fyrir yngri iðkendur.“

Að endingu þakkar Guðni öllu því fólki sem hann starfaði með í hreyfingunni á þessum rúmu fjórum árum. „Að lokum vil ég segja, þar sem ég verð ekki með ykkur á aukaþinginu sem framundan er, að það hafa verið forréttindi að starfa með ykkur og öllu því góða fólki sem að knattspyrnuhreyfingunni kemur. Starf ykkar fyrir fótboltann og um leið samfélagið allt er gríðarlega mikilvægt. Við megum aldrei missa sjónar á því. Ég vil í lokin þakka fyrir mig og óska ykkur öllum, kæru félagar og vinir, góðs gengis og bjartrar framtíðar í starfi og leik.“

Að auki sendi Guðni með lista yfir þau helstu verkefni sem hann sem formaður og stjórnin komu í verk á tíma hans í starf. Lista yfir það má sjá hér uppfærðan að neðan.

Helstu verkefni og aðgerðir KSÍ 2017-2018
o Stefnumótun
o Nýtt skipurit
o Breytingar á skrifstofu
o Stofnun undirbúningsfélags um Þjóðarleikvang
o Nýir bakhjarlasamningar
o Formaður tekur sæti í aganefnd FIFA sem fulltrúi UEFA
o Góð aukning tekna
o Markaðsstarf eflt með markaðssviði í nýju skipuriti
o Ný vefsíða KSÍ hlýtur verðlaun
o Samið um FIFA18/19 tölvuleikinn
o Licencing/vörumerkjasamningar
o Fjárstýring efld
o Laun formanns upplýst
o UEFA Grow
o Rýnivinna (vika) á starfsemi KSÍ með fagteymi frá UEFA
o Markaðs og vörumerkjadagur með UEFA
o Fundað með yfirþjálfurum félaganna
o Instat samningur um leikgreiningu
o Fórum á EM 2017
o Málstofa um stöðu íslenskrar knattspyrnu fyrir ársþing 2018
o Vinnu starfshóps með stjórnvöldum lýkur um framtíð Laugardalsvallar/þjóðarleikvangs
o Komumst og fórum á HM 2018
o Ákvörðun tekin um útgreiðslu 75% HM hagnaðar (200m) til aðildarfélaganna
o Ráðningar landsliðsþjálfara
o Útbreiðslumál tekin fyrir
o Ný nálgun í dómarasamningum
o Endurskoðun laga KSÍ
o Samvinna við TUFF m.a. í Breiðholti til aukningar á þáttöku barna í fótbolta
o Samfélagsmál á oddinn . Fengum hvatningarverðlaun frá ÖBÍ fyrir vinnu með
Parkinsonsamtökunum.
o Super Matchen, Man City – West Ham
o Stórtónleikar á Laugardalsvelli – Guns&Roses ,tekjuauki
o Stigabónus kvenna í undankeppni aukinn til jafns við karlaliðið
o Nýr Inkasso samningur með 1.deild kvenna
o Reglulegir fundir með ÍTF, tilnefningar í nefndir
o Þátttaka formanns í stefnumótun UEFA
o Stýrihópar um endurgreiðslu VSK, lækkun/jöfnun ferðakostnaðar
o Fundir með efstu deildum
o Skipulagðar heimsóknir til aðilarfélaga

Ljósmynd: DV/Hanna

Helstu verkefni og aðgerðir KSÍ 2019-2021
o Nýtt skipurit tók gildi
o Knattspyrnusvið tók til starfa
o Yfirmaður knattspyrnusviðs, Arnar Þór Viðarsson ráðinn
o Wyscout leikgreiningarforrit tekið í notkun hjá félögum með styrk frá KSÍ
o Mælingar á líkamsformi leikmanna 3.flokks karla og kvenna gerðar á landsvísu.
o Mælingar á yngri landsliðum karla hófust (kvennamegin búið að vera í nokkur ár)
o Hagræn áhrif fótboltans tekin út með SROI könnun
o Fyrirkomulag æfinga yngri landsliða breytt með 30% aukningu æfinga og samvinnu við skólana,
gerir okkur kleift að vera með fyrirlestra og fræðslu (hugarþjálfun,næringarfræði osfrv)
o Nýr miðlægur gagnagrunnur tekinn í notkun hjá knattspyrnusviðinu
o Spiideo leikgreiningarmyndavélar keyptar fyrir félög í efstu deild karla og kvenna
o Sálfræðipróf í samráði við HR – verkefni tilnefnt til nýsköpunarverðlauna Forseta Íslands
o Breytt fyrirkomulag leikja í 5.flokki og væntanlega annarra flokka
o Afreksæfingar KSÍ um land allt settar á laggirnar, öflugri tenging á milli þjálfara KSÍ og félaganna
o Ný Afreksstefna KSÍ kynnt
o UEFA Pro Licence námskeið haldið í fyrsta sinn
o Komumst í úrslitakeppni EM í U-17 karla
o Komumst í úrslitakeppni EM í U-21 karla
o Komumst á úrslitakeppni EM kvenna 2021
o Ákveðið að byrja með U-21/23 kvenna
o Markaðssvið tekur til starfa
o Nýr búningasamningur við PUMA – sá langstærsti í sögunni
o Eigin vörulína sett í sölu og netverslun með landsliðsvörur. Gefur tekjur
o Yfir 500 mkr. í nýjar tekjur með betri samningum á markaðssviði
o Nýtt KSÍ merki
o Nýtt landsliðsmerki kynnt og vinnur til verðlauna
o Þjóðarleikvangur ehf. stofnað með aðkomu Reykjavíkurborgar og ríkisins
o Ed Sheeran tónleikar haldnir á Laugardalsvelli-tekjuauki
o Ferðajöfnunargjald til aðildarfélaganna stóraukið skv tillögum starfshóps
o Átakið Samferða með KSÍ
o Tókum þátt í undirbúningi að umsókn vegna HM 2027 á Norðurlöndum
o Vakin athygli á litblindu með KSÍ
o Skýrslu um kvennaknattspyrnu lokið
o Útbreiðsluátak og greining á þörfinni
o Útbreiðsluverkefni með Mola slær í gegn
o Skýrsla AFL og fagaðila um þjóðarleikvang er kynnt-ákvörðun stjórnvalda er beðið
o Íslandsmót í eFótbolta haldið í samstarfi við RÍSÍ
o Landslið Íslands í efótbolta skipað og tók þátt í eEuro á vegum UEFA
o Starfshópur um breytingu á PepsiMax karla skilar tillögum
o Áform/ályktun um breytingar á mótahaldi deilda-umspil og neðrideildar bikar
o Einn milljarður króna greiddar út til félaganna síðustu 4 ár
o Breyting og aðlögun á mótum vegna Covid 2020-21
o Covid hagsmunagæsla gagnvart stjórnvöldum- fjárstuðningur , ráðgjöf og tíðir fundir með félögum*
o Náið samstarf með ÍTF við gerð sjónvarps- og réttindasamninga í deildar-og bikarkeppnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“

Ralf Rangnick hafnaði Chelsea á sínum tíma – „Ég er ekki bráðabirgðastjóri“
433Sport
Í gær

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins

Stjarna Manchester United fór nýjar leiðir til að greina frá kyni barnsins
433Sport
Í gær

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill

Illugi Jökuls skrifar um ótrúlega sögu Messias sem varð að hetju í gær – Vann áður sem sendill
Sport
Í gær

Vanda og Arnar í felum – Áralangur vinskapur Arnars og Eiðs Smára gerir málið erfiðara

Vanda og Arnar í felum – Áralangur vinskapur Arnars og Eiðs Smára gerir málið erfiðara
433Sport
Í gær

Ekkert áfengi í boði fyrir stelpurnar undir stjórn Þorsteins

Ekkert áfengi í boði fyrir stelpurnar undir stjórn Þorsteins