fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þorgerður Katrín hefur mikla trú á sínum mönnum – ,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska og Meistaradeildina“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 21:30

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er harður stuðningsmaður Liverpool í enska boltanum. Hún telur að liðið muni standa uppi sem sigurvegari í bæði ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Hún ræddi þetta í þættinum Chess After Dark í gær.

,,Já, við gerum það,“ sagði Þorgerður, spurð út í það hvort að hún teldi að Liverpool myndi vinna titil á tímabilinu.

,,Þetta lúkkar vel, það var aðeins gagnrýni á innkaupin hjá honum (Jurgen Klopp, stjóra Liverpool), lítil innkaup,“ bætti hún við. Liverpool fékk aðeins einn leikmann til liðs við sig í sumarglugganum, Ibrahima Konate frá RB Leipzig.

Miðvörðurinn Virgil van Dijk var frá vegna meiðsla stærsta hluta síðustu leiktíðar. Hann er, sem betur fer fyrir Liverpool, snúinn aftur núna.

,,Það var þess vegna sem við unnum þetta ekki, mér finnst það,“ sagði Þorgerður um Hollendinginn.

,,Ég held að við munum ná bæði að vinna enska titilinn og Meistaradeildina. Ég held að við náum ekki að vinna bikarinn.“

Liverpool er sem stendur í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona