fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Dortmund vill leikmann Chelsea í stað Haaland

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 18:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timo Werner, sóknarmaður Chelsea, er einn af þeim leikmönnum sem Borussia Dortmund sér sem hugsanlegan arftaka Erling Braut Haaland þegar sá norski yfirgefur félagið. Þetta kemur fram í frétt Bild. 

Haaland, sem er 21 árs gamall, getur farið frá Dortmund fyrir 68 milljónir punda næsta sumar vegna klásúlu í samningi hans. Framherjinn hefur farið á kostum með Dortmund frá komu sinni frá Salzburg í janúar 2020. Hann mun því án efa vera á óskalista stærstu félaga Evrópu næsta sumar.

Fari Haaland, sem verður að teljast líklegt, þarf Dortmund að finna arftaka hans. Þar gæti hinn 25 ára gamli Werner verið lausnin.

Sá þýski hefur verið í vandræðum þegar kemur að markaskorun hjá Chelsea frá því hann kom til liðsins í fyrra.

Fyrir komuna til Englands lék hann hins vegar með RB Leipzig í Þýskalandi. Þar skoraði hann 95 mörk í 159 leikjum. Hann er því búinn að sanna sig sem markaskorari í Bundesligunni, eitthvað sem gæti heillað Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Í gær

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Í gær

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“