Manchester United er að selja Daniel James til Leeds en nokkur fjöldi enskra blaðamanna fjallar um málið.
James kom til United fyrir tveimur árum frá Swansea en hálfu ári síðar var hann á barmi þess að ganga í raðir Leeds.
Marcelo Bielsa stjóri Leeds hefur lengi haft mikið álit á James sem hefur gríðarlegan hraða. Hann var í byrjunarliði United gegn Wolves í gær í 0-1 sigri liðsins.
Diogo Dalot hægri bakvörður félagsins fær ekki að fara fet en Borussia Dortmund taldi sig vera að fá hann á láni.
United hafði vonast eftir því að kaupa Kirean Trippier en hann fær ekki að fara frá Atletico Madrid.