fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segir að sögusagnir um meint ofbeldi landsliðsmanna hafi grasserað árum saman – „Til áttu að vera óyggjandi sannanir, jafnvel myndbandsupptökur“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 15:30

Þórður Snær og Laugardalsvöllur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir að sögusagnir um ósæmilega hegðun og meint ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta hafi flakkað milli fólks í mörg ár. Þetta kemur fram í leiðara hans sem birtist á miðlinum í dag, þar sem hann fer yfir mál KSÍ.

Hann segir að sögusagnir um þá varði til að mynda gróft heimilisofbeldi, stafræn kynferðisbrot, nauðganir og brot gegn barnungum stúlkum. Sum þessara meintu brota eiga að hafa átt sér stað í landsliðsferðum.

„Þessi strákar, gulldrengirnir sem komu litla íslenska landsliðinu á EM og HM, áttu að eiga sér skuggahliðar. Hvíslað var um að innan KSÍ hafi verið vitneskja um ýmislegt sem leikmennirnir áttu að hafa gert, og að sumt hafi verið framið á meðan að þeir voru í landsliðsferðum á vegum sambandsins.“

Þórður ræðir þá hvernig þessi mál komust hjá því að enda í fjölmiðlum. Snnanir líkt og myndbönd hafi átt að vera fyrir hendi, en samt hafi ekkert gerst. Hann talar um að þagnarmúr hafi verið reistur í kringum landsliðsmennina sem eiga að hafa brotið af sér, og þeir orðið ósnertanlegir. Hann segir að meðvirknin hafi verið áberandi hjá ákveðnum íþróttafréttamönnum.

„Fórnarlömb áttu að vera búin að fara í viðtöl við stóra íslenska fjölmiðla þar sem opinbera átti allt. Til áttu að vera óyggjandi sannanir, jafnvel myndbandsupptökur, sem sönnuðu sekt þeirra. Og svo framvegis.

Samt gerðist ekkert. Þeir fjölmiðlar sem fóru af stað í að skoða þessi máli komust lítið áfram. Nær ómögulegt var að fá nokkuð staðfest. Þagnarmúr var reistur í kringum gulldrengina. Þeir virtust ósnertanlegir og farið var með þá eins og hálfguði. Sýnilegust var meðvirknin hjá ýmsum íþróttafréttamönnum, sérstaklega þeim sem treystu á sambönd til að tryggja gott aðgengi að landsliðinu og landsliðsmönnunum og áframhaldandi beina þátttöku í „ævintýrinu“. “

Það sem að breytti þessu öllu að mati Þórðar var þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn í sumar, vegna meints kynferðisbrots gagnvart barni. Þá hafi „boltinn farið að rúlla,“ segir hann og bætir við: „Og að aðrir gulldrengir sem töldu sig hafa komist upp með brot gætu orðið fyrir honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning