Rúnar Kristinsson þjálfari KR vakti athygli fyrir höfuðfat sem hann skartaði í leik liðsins geng Leikni í efstu deild karla í gær. Rúnar og lærisveinar hans unnu þá 2-1 sigur á heimavelli eftir að hafa lent undir.
Rúnar skartaði Fokk ofbeldi húfu í viðtalinu og hefur fengið mikið lof fyrir. Tímasetningin er enginn tilviljun en málefni KSÍ og ásaknir um þöggun af þeirra hálfu í ofbeldismálum hafa verið í fréttum síðustu daga.
Rúnar er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins en margir netverjar hafa hrósað honum fyrir að bera þessa húfu á þessum tímapunkti.
Stórt kudos á Rúnar Kristins og sinn höfuðfatnað🙌👏 #fokkofbeldi pic.twitter.com/3aTWZUhOn8
— Gréta Bjarnadóttir (@GretaRut) August 29, 2021
Fokk ofbeldi herferðin leit fyrst dagsins ljós þegar UN Women á Íslandi hóf sölu á Fokk ofbeldi armböndum árið 2015. Síðan þá hefur ýmiss konar Fokk ofbeldi varningur verið framleiddur og seldur til styrktar verkefna UN Women sem miða að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Frasinn hefur á stuttum tíma fest sig rækilega í sessi sem slagorð í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi.
Vísvitandi var ákveðið að hafa orðalagið ögrandi í von um að það myndi hreyfa við fólki og vekja til vitundar um baráttuna gegn ofbeldi gegn konum. Ef frasinn fer fyrir brjóstið á fólki er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og 39 þúsund stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverjum einasta degi