Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki. Liðið spilaði gegn Wolves í gær og vann 1-0 sigur þrátt fyrir að hafa átt slakan leik. Roy Keane hefur gagnrýnt liðið upp á síðkastið og hélt áfram eftir sigurleikinn í gær.
„Það er svo erfitt að treysta á lykilleikmenn Manchester United. Pogba er hæfileikaríkur en maður getur sett spurningamerki við hann varnarlega,“ sagði Roy Keane á Sky Sport.
„Ég vil ekki nefna Fred aftur því ég gagnrýni hann stöðugt en stundum þegar þú ert miðjumaður í stóru félagi þá verðuru annað hvort að vera frábær sóknarlega eða varnarlega eða stórkostlegur íþróttamaður. Hann er ekki með neinn þessara eiginleika.“
Keane var þá spurður að því hvaða leikmenn Manchester United gætu helst tapað stigum fyrir liðið á tímabilinu.
„Ég held að McTominay gæti verið sá leikmaður, auk Matic og De Gea. Myndi einhver þessara leikmanna komast nálægt byrjunarliðum Manchester City, Chelsea eða Liverpool?“