fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

,,Við erum knattspyrnufélag, ekki banki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 14:30

Michael Zorc. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain hefur vitað það lengi að Erling Braut Haaland, framherji Borussia Dortmund, sé ekki til sölu nú undir lok félagaskiptagluggans. Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Orðrómar fóru af stað nýlega um það að PSG gæti reynt að næla í hinn 21 árs gamla Haaland, fari Kylian Mbappe frá franska félaginu til Real Madrid.

Dortmund getur þó ekki sleppt Haaland þegar svo lítið er eftir af félagaskiptaglugganum.

Michael Zorg, stjórnarformaður, Dortmund virðist vera orðinn nokkuð pirraður á umræðunni um Haaland.

,,Við erum knattspyrnufélag, ekki banki. Staða okkar er mjög skýr og hefur ekkert breyst,“ sagði Zorc um stöðuna.

Dortmund verðlagði Haaland á um 175 milljónir evra í sumar. Næsta sumar verður Norðmaðurinn ungi hins vegar fáanlegur á aðeins 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu