Paris Saint-Germain hefur vitað það lengi að Erling Braut Haaland, framherji Borussia Dortmund, sé ekki til sölu nú undir lok félagaskiptagluggans. Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.
Orðrómar fóru af stað nýlega um það að PSG gæti reynt að næla í hinn 21 árs gamla Haaland, fari Kylian Mbappe frá franska félaginu til Real Madrid.
Dortmund getur þó ekki sleppt Haaland þegar svo lítið er eftir af félagaskiptaglugganum.
Michael Zorg, stjórnarformaður, Dortmund virðist vera orðinn nokkuð pirraður á umræðunni um Haaland.
,,Við erum knattspyrnufélag, ekki banki. Staða okkar er mjög skýr og hefur ekkert breyst,“ sagði Zorc um stöðuna.
Dortmund verðlagði Haaland á um 175 milljónir evra í sumar. Næsta sumar verður Norðmaðurinn ungi hins vegar fáanlegur á aðeins 75 milljónir evra vegna klásúlu í samningi hans.