Villarreal og Atletico Madrid gerðu jafntefli í leik sem er nýlokið í spænsku La Liga.
Markalaust var eftir fyrri hálfleik en á 52. mínútu kom Manuel Trigueros gestunum yfir.
Luis Suarez var þó ekki lengi að jafna fyrir Atletico.
Þegar stundarfjórðungur lifði leiks skoraði Arnaut Danjuma og kom Villarreal yfir á nýjan leik.
Á fimmtu mínútu uppbótartíma varð Aissa Mandi, leikmaður Villarreal, fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Lokatölur 2-2.
Atletico er með 7 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni. Evrópudeildarmeistarar Villarreal eru með 3 stig.