Athyglisvert atvik kom upp í sigri Tottenham gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Moussa Sissoko, leikmaður síðarnefnda liðsins, sparkaði boltanum þá þéttingsfast í Nuno Espirito Santo, stjóra Tottenham.
Boltinn var á leið út af vellinum við hliðarlínu. Sissoko ætlaði að reyna að halda honum í leik. Það fór svo ekki betur en svo að boltinn fór beint í Nuno. Leikmaðurinn baðaði út höndum í afsökunarskyni strax í kjölfarið, enda um algjört óviljaverk að ræða. Myndband af þessu má sjá neðst í fréttinni.
Þess má geta að Sissoko er fyrrum leikmaður Tottenham. Hann fór frá félaginu til Watford í sumar eftir að hafa verið þar á mála í fimm ár.
— unfortunate football moments (@unluckyfootie) August 29, 2021