fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sakar vinnuveitendur fyrrum eiginmannsins um að hafa eyðilagt hjónabandið – ,,Ég grátbað hann um að koma heim“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 11:30

Rita Johal. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rita Johal, söngkona og fyrrum eiginkona knattspyrnumannsins Riyad Mahrez, segir leikmanninn hafa snúið baki við henni og fjölskyldu sinni eftir að hann gekk til liðs við Manchester City.

Mahrez gekk í raðir Man City frá Leicester City árið 2018. Johal segir að á tíma sínum hjá Leicester hafi Mahrez verið rólegur fjölskyldufaðir. Saman eiga þau tvær dætur.

Það hafi hins vegar breyst þegar hann fékk samning upp á 160 þúsund pund á viku hjá stórliði Man City.

,,Riyad lét frægðina stíga sér til höfuðs. Hann breyttist þegar hann fór til Manchester City,“ sagði Johal við The Sun.

Riyad Mahrez. Mynd/Getty

,,Ferill knattspyrnumanns er stuttur. Þeir ættu að halda sér á jörðinni og halda tryggð við þá sem þeim þykir vænt um, þrátt fyrir að þeir fari í stærra félag. Þegar ferlinum er lokið átta þeir sig á því hver er virkilega til staðar fyrir þá,“ bætti hún við.

Johal segist hafa breytt ýmsu í sínu lífi fyrir Mahrez á tíma þeirra saman. Þau voru saman í um fimm ár. Hún hætti til að mynda að drekka þar sem hann er múslimi. Hann vildi rólegt líf og það samþykkti hún.

Johal segir hins vegar að Mahrez hafi orðið kaldur og fjarlægur eftir að hann fékk í gegn félagaskiptin til Man City.

,,Sá Riyad sem ég kynntist er önnur manneskja en sá sem hann er í dag. Hann djammar og lætur eins og stjörnuleikmaður.“

,,Ég hata hann ekki, það er sterkt orð. En ég er í áfalli og virkilega leið yfir því sem hann hefur gert. Hann fór skyndilega frá mér og kenndi pressunni sem fylgir því að spila fyrir Manchester City um.“

Mahrez flutti út af heimili fjölskyldunnar árið 2019. ,,Ég grátbað hann um að koma heim en hann sagðist ekki geta það vegna pressunnar sem fylgir fótboltanum,“ sagði Johal um fluttninginn.

,,Sannleikurinn er sá að honum leiddist. Það var ömurlegt fyrir mig. Aðdáendur hans lögðu mig í einelti á netinu. Mér leið eins og ég væri misheppnuð.“

Harry Kane, framherji Tottenham, virtist nálægt því að ganga til liðs við Manchester City um tíma í sumar. Nú er þó ljóst að þau skipti munu ekki ganga í gegn. Johal segir eiginkonu hans heppna vegna þess.

,,Ég get ekki talað fyrir annað fólk en að fara þangað breytti eiginmanninum mínum. Eiginkona Harry Kane er líklega heppin að hafa sloppið. Aðrir ættu að vara sig.“

Harry Kane var lengi orðaður við ManchesterCity. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga