Callum Hudson-Odoi, vængmaður Chelsea, gæti verið á leið til Borussia Dortmund á láni. Viðræður standa nú yfir. Sky Sports greinir frá.
Hudson-Odoi, sem er tvítugur, kom upp í gegnum unglingastarf Chelsea. Hann hefur ekki komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann lék 23 leiki á þeirri síðustu.
Ljóst er að lánsdvöl hjá Dortmund myndi færa honum aukinn spiltíma.
Samkvæmt Kaveh Solhekol, fréttamanni Sky Sports, er leikmaðurinn opinn fyrir því að fara til Dortmund. Chelsea muni taka ákvörðun eftir viðræður í dag.
🚨BREAKING🚨
Borussia Dortmund are in talks with Callum Hudson-Odoi to bring the Chelsea player on loan pic.twitter.com/5ShqbIN418
— Football Daily (@footballdaily) August 29, 2021
Callum Hudson-Odoi open to moving to Borussia Dortmund on loan. Chelsea will decide after talks today whether to keep him or let him go for the season.
— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) August 29, 2021