Fjöldi íslenskra leikmanna léku með sínum liðum erlendis í dag. Hér fyrir neðan er stutt yfirferð yfir það helsta.
Danmörk – Efsta deild karla
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem gerði 2-2 jafntefli við OB. Aron Elís Þrándarson byrjaði hjá OB. Jón Dagur var skipt af velli á 70. mínútu en Aron lék allan leikinn.
OB er í níunda sæti deildarinnar með 7 stig eftir sjö leiki. AFG er í ellefta sæti með aðeins 3 stig eftir sjö leiki.
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var á varamannabekk Midtjylland í 2-0 tapi gegn Bröndby.
Midtjylland er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig eftir sjö leiki.
Belgía – B-deild karla
Kolbeinn Þórðarson lék síðasta hálftíma leiksinsmeð Lommel í 2-2 jafntefli gegn Deinze.
Lommel er með 4 stig eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni.
Ítalía – Efsta deild kvenna
Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur lifðu leiks í 4-0 sigri á Verona.
Þetta var fyrsti leikur deildartímabilsins. Sterk byrjun hjá Milan.
Ítalía – B-deild karla
Þórir Jóhann Helgason lék nánast allan leikinn fyrir Lecce í 1-1 jafntefli gegn Como. Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Lecce.
Lecce er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar.
Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður þegar um hálftími lifði leiks í 5-0 stórsigri Spal á Pordenone.
Spal er með 3 stig eftir fyrstu tvo leikina í deildinni.
Noregur – Efsta deild karla
Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður í blálokin í 2-0 sigri Kristiansund gegn Molde.
Lið hans er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir sautján leiki.
Ari Leifsson lék allan leikinn með Stromsgodset í 0-1 sigri gegn Odd. Valdimar Þór Ingimundarson sat á varamannabekk Stromsgodset allan leikinn.
Liðið er í níunda sæti deildarinnar með 25 stig eftir sautján leiki.
Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn í 5-0 tapi Sandefjörd gegn Sarpsborg.
Sandefjörd er í ellefta sæti deildarinnar með 21 stig eftir sautján leiki.
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodo/Glimt í 2-3 sigri gegn Tromsö.
Alfons og félgar eru á toppi deildarinnarm með 34 stig, stigi meira en Molde sem er í öðru sæti.
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking, hafði betur gegn Hólmari Erni Eyjólfssyni, leikmanni Rosenborg, í Íslendingaslag. Leiknum lauk 2-1. Hólmar spilaði allan leikinn en Samúel kom inn á sem varamaður í hálfleik.
Bæði lið eru með 28 stig í fimmta og sjötta sæti eftir að hafa leikið sautján leiki.
Viðar Örn Kjartansson lék 75 mínútur með Valarenga í 3-1 sigri gegn Stabæk.
Lið hans er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig eftir sautján leiki.
Rúmenía – Efsta deild karla
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði og lagði upp í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB.
Cluj er á toppi deilarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki.