fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Íslendingar erlendis: Leikið víða í Evrópu

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 20:55

Þórir Jóhann Helgason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi íslenskra leikmanna léku með sínum liðum erlendis í dag. Hér fyrir neðan er stutt yfirferð yfir það helsta.

Danmörk – Efsta deild karla

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF sem gerði 2-2 jafntefli við OB. Aron Elís Þrándarson byrjaði hjá OB. Jón Dagur var skipt af velli á 70. mínútu en Aron lék allan leikinn.

OB er í níunda sæti deildarinnar með 7 stig eftir sjö leiki. AFG er í ellefta sæti með aðeins 3 stig eftir sjö leiki.

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var á varamannabekk Midtjylland í 2-0 tapi gegn Bröndby.

Midtjylland er í öðru sæti deildarinnar með 15 stig eftir sjö leiki.

Belgía – B-deild karla

Kolbeinn Þórðarson lék síðasta hálftíma leiksinsmeð Lommel í 2-2 jafntefli gegn Deinze.

Lommel er með 4 stig eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni.

Ítalía – Efsta deild kvenna

Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur lifðu leiks í 4-0 sigri á Verona.

Þetta var fyrsti leikur deildartímabilsins. Sterk byrjun hjá Milan.

Ítalía – B-deild karla

Þórir Jóhann Helgason lék nánast allan leikinn fyrir Lecce í 1-1 jafntefli gegn Como. Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Lecce.

Lecce er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar.

Mikael Egill Ellertsson kom inn á sem varamaður þegar um hálftími lifði leiks í 5-0 stórsigri Spal á Pordenone.

Spal er með 3 stig eftir fyrstu tvo leikina í deildinni.

Noregur – Efsta deild karla

Brynjólfur Willumsson kom inn á sem varamaður í blálokin í 2-0 sigri Kristiansund gegn Molde.

Lið hans er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig eftir sautján leiki.

Ari Leifsson lék allan leikinn með Stromsgodset í 0-1 sigri gegn Odd. Valdimar Þór Ingimundarson sat á varamannabekk Stromsgodset allan leikinn.

Liðið er í níunda sæti deildarinnar með 25 stig eftir sautján leiki.

Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn í 5-0 tapi Sandefjörd gegn Sarpsborg.

Sandefjörd er í ellefta sæti deildarinnar með 21 stig eftir sautján leiki.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn fyrir Bodo/Glimt í 2-3 sigri gegn Tromsö.

Alfons og félgar eru á toppi deildarinnarm með 34 stig, stigi meira en Molde sem er í öðru sæti.

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Viking, hafði betur gegn Hólmari Erni Eyjólfssyni, leikmanni Rosenborg, í Íslendingaslag. Leiknum lauk 2-1. Hólmar spilaði allan leikinn en Samúel kom inn á sem varamaður í hálfleik.

Bæði lið eru með 28 stig í fimmta og sjötta sæti eftir að hafa leikið sautján leiki.

Viðar Örn Kjartansson lék 75 mínútur með Valarenga í 3-1 sigri gegn Stabæk.

Lið hans er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig eftir sautján leiki.

Rúmenía – Efsta deild karla

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði og lagði upp í 4-1 sigri Cluj gegn FCSB.

Cluj er á toppi deilarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Szczesny gerir tveggja ára samning

Szczesny gerir tveggja ára samning