Þrír Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliðinu hjá Gautaborg í 3-2 tapi gegn Hacken. Kolbeinn lék stærstan hluta leiksins.
Gautaborg er í tólfta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 17 leiki, 4 stigum fyrir ofan fallsæti.
Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhannesson léku báðir allan leikinn fyrir Norrköping í 3-0 sigri á Östersunds.
Norrköping er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 17 leiki.