Tveimur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni.
Tottenham 1-0 Wolves
Tottenham sigraði Watford á heimavelli sínum.
Heimamenn voru hættulegri í fyrri hálfleik. Þeir uppskáru mark á 42. mínútu. Þá tók Heung-Min Son aukaspyrnu sem virtist ætluð liðsfélögum sínum inni á teig Watford-manna. Boltinn fór hins vegar í gegnum þvögu af leikmönnum og endaði í markinu. Bachmann í marki gestanna var of seinn að átta sig.
Tottenham fékk áfram hættulegri færin í seinni hálfleiknum. Hvorugt liðið skoraði þó í honum. Lokatölur 1-0.
Tottenham er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir þrjá leiki. Watford er með 3 stig í tólfta sæti, eftir jafnmarga leiki.
Burnley 1-1 Leeds
Burnley tók á móti Leeds í leik sem lauk með jafntefli.
Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik. Ashley Barnes fékk þó besta færi hans en skot hans fór framhjá.
Chris Wood kom heimamönnum yfir eftir rúman klukkutíma leik. Hann kom boltanum þá í netið af stuttu færi eftir skot Matthew Lowton að marki.
Patrick Bamford jafnaði fyrir gestina frá Leeds með marki af stuttu færi á 86. mínútu. Lokatölur 1-1.
Leeds er í fimmtánda sæti með 2 stig eftir þrjá leiki. Burnley er með stigi minna, sæti neðar.