fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Einn leikmaður sem stóru sex ættu að næla sér í áður en glugginn lokar

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 13:13

Declan Rice.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskiptaglugginn í helstu deildum Evrópu lokar klukkan 22 á þriðjudag. Mirror tók saman einn leikmann sem hvert og eitt félag sem tilheyrir hinum svokölluðu ,,stóru sex“ ætti að næla sér í áður en glugginn lokar.

Arsenal – Kieran Trippier

Kieran Trippier lék áður með Tottenham.

Það þykir enn líklegt að Hector Bellerin fari frá Arsenal í sumar. Því þarf félagið nýjan hægri bakvörð.

Calum Chambers og Ainsley Maitland-Niles geta leyst stöðuna. Það verður þó að setja spurningamerki við það hvort að þeir séu nógu góðir til að spila alla leiki.

Því er hinn 29 ára gamli Trippier, sem leikur með Atletico Madrid, nefndur til sögunnar.

Arsenal hefur eytt 140 milljónum punda í leikmenn í sumar. Flestir þeirra eru þó ungir að árum. Trippier er leikmaður sem gæti hjálpað Mikel Arteta og hans mönnum strax.

Samningur Trippier í Madríd rennur út eftir ár. Hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United í sumar.

Chelsea – Saul Niguez

Saul Niguez.

Saul skrifaði undir níu ára samning við félag sitt, Atletico Madrid, árið 2017. Á þeim tíma var hann fastamaður í byrjunarliðinu en það hefur þó breyst síðan.

Saul byrjaði 22 leiki undir stjórn Diego Simeone á síðustu leiktíð.

Samkvæmt nýjustu fregnum vill Chelsea fá Saul á láni með möguleika á að kaupa hann á 34 milljónir punda að lánssamningnum loknum.

Liverpool – Mikkel Damsgaard

Mikkel Damsgaard fagnar marki sínu gegn Englendingum á EM. Mynd/Getty

Hinn 21 árs gamli Damsgaard var ein af stjörnum Evrópumótsins í sumar. Hann skoraði til að mynda fyrir danska landsliðið gegn því enska í undanúrslitum mótsins.

Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham og Aston Villa. Félögin eru þau ekki tilbúin að borga þær 26 milljónir punda sem Sampdoria, félag Damsgaard, vill fá fyrir hann.

Liverpool gæti klárlega reitt fram þá upphæð. Jurgen Klopp gæti freistað þess að ná sér í miðjumann eftir að hafa misst Gini Wijnaldum til Paris Saint-Germain fyrr í sumar.

Manchester City – Aurelien Tchouameni

Aurelien Tchouameni. Mynd/Getty

Þessi ungi leikmaður Monaco er á listanum þar sem hann gæti haft það sem þarf til að leysa hinn 36 ára gamla Fernandinho af á miðjunni hjá Man City þegar þar að kemur.

Hinn 22 ára gamli Tchouameni vill fara frá Monaco og í stærra félag. Verðmiðinn á honum er þó um 35 milljónir punda.

Manchester United – Declan Rice

Declan Rice.

Rice er sagður vilja yfirgefa West Ham. Það gæti þó reynst erfitt þar sem félagið vill fá um 100 milljónir punda fyrir hann.

Man Utd vantar öflugan leikmann á miðjuna. Fyrir í þeirri stöðu er til að mynda hinn öflugi Scott McTominay. Þar eru þó einnig Fred og Nemanja Matic sem eru ekki taldir nægilega góðir.

Vegna verðmiðans er ólíklegt að Man Utd takist að landa Rice fyrir lok félagaskiptagluggans.

Tottenham – Houssem Aouar

Houssem Aouar.

Tottenham hefur ekki tekist að finna hinn fullkomna arftaka Christian Eriksen eftir að Daninn fór til Inter í janúar 2020.

Aouar, sem er leikmaður Lyon, gæti þó orðið góð lausn. Franska félagið vill fá um 25 milljónir punda fyrir hann.

Þá hefur hugsanlegur skiptidíll á Tanguy Ndombele, miðjumanni Tottenham og Aouar verið nefndur til sögunnar. Sá fyrrnefndi er sagður vilja burt frá enska félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Í gær

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“