Barcelona vann Getafe á Nývangi í spænsku La Liga í dag.
Sergi Roberto kom heimamönnum yfir strax á 2. mínútu. Á 19. mínútu jafnaði Sandro Ramirez fyrir Getafe.
Memphis Depay kom Börsungum aftur yfir eftir hálftíma leik. Barcelona leiddi í hálfleik.
Hvorugu liðinu tókst að koma knettinum í netið í seinni hálfleik. Lokatölur 2-1.
Barcelona er með 7 stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni.
Getafe á enn eftir að vinna leik á tímabilinu. Liðið hefur einnig spilað þrjá leiki.