Bayern Munchen tók á móti Hertha Berlin á Allianz vellinum í 3. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.
Thomas Muller kom heimamönnum yfir eftir sex mínútna leik eftir stoðsendingu frá Alphonso Davies. Robert Lewandowski kom Bayern í 2-0 10 mínútum fyrir lok fyrri hálfleik og Jamal Musiala skoraði þriðja markið á 49. mínútu. Lewandowski fullkomnaði þrennu sína í leiknum með tveimur mörkum á síðustu 20 mínútunum og 5-o sigur Bayern Munchen staðreynd.
Bayern er í 2. sæti deildarinnar með 7 stig eftir þrjá leiki.
Lokatölur:
FC Bayern Munchen 5 – 0 Hertha BSC
1-0 Thomas Muller (‘6)
2-0 Robert Lewandowski (’35)
3-0 Jamal Musiala (’49)
4-0 Robert Lewandowski (’70)
5-0 Robert Lewandowski (’84)