Manchester City hefur afhjúpað styttur af tveimur goðsögnum félagsins, þeim Vincent Kompany og David Silva.
Stytturnar voru reistar fyrir framan Ethiad völlinn og komu fyrst í ljós þegar sólin reis á laugardagsmorgun.
Það verður einnig reist stytta af Sergio Aguero á næsta ári en Argentínumaðurinn, sem hefur skorað flest deildarmörk fyrir Manchester City frá upphafi, yfirgaf félagið fyrr í sumar eftir 10 ára veru.
Verðlaunasmiðurinn Andy Scott smíðaði stytturnar úr stáli í stúdíói sínu í Philadelphiu í Bandaríkjunum. Styttan af Kompany er endurgerð af fagni hans eftir að flautað var til leiksloka í leik City og Leicester í maí 2019, stuttu eftir að Kompany hafði skorað sigurmark leiksins.
Styttan af Silva sýnir Spánverjann með bolta límda við fætur en það var ósjaldgæf sjón fyrir aðdáendur City á þeim 10 árum sem Silva lék fyrir félagið.
„Ég vona að stytturnar kalli fram minningar um frábæra tíma með mönnunum tveimur yfir áratugsbil,“ sagði Khaldoon al Mubarak, stjórnarformaður félagsins. „Við hlökkum til að heiðra arfleifð Sergio Aguero á sama hátt á næsta ári.“
Myndir af styttunum má sjá hér að neðan.
Manchester City reveló las estatuas de Vincent Kompany y David Silva en las afueras del Etihad Stadium. Homenaje de la directiva sky blue a dos de las máximas leyendas que ha tenido el club. Lo prometieron, lo cumplieron. Así se trata a los ídolos. FASCINANTE. pic.twitter.com/09hoUmQN9E
— Invictos (@InvictosSomos) August 28, 2021