fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Neyðarfundur í Laugardalnum: Málið rætt í útvarpsþætti

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. ágúst 2021 12:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ situr nú á neyðarfundi samkvæmt útvarpsþætti Fótbolta.net. Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur fengið að finna fyrir því á samfélagsmiðlum eftir að Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV í gær og greindi frá því að árið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

Fréttastofa RÚV ræddi aftur við Guðna í gær í ljósi frásagnar Þórhildar og spurði hvernig stæði á því að hann hafi í gær sagt að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot landsliðsmanna.

Guðni baðst velvirðingar og sagði að hann hefði talið að mál Þórhildar varði ofbeldi en ekki áttað sig á að um kynferðisbrot hafi verið að ræða.

Málið var rætt á í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977 í dag. „Maður er hálf sleginn yfir þessari atburðarás sem er búinn að vera í gangi, virkilega vond vika fyrir Knattspyrnusambandið. Guðni gripinn í bólinu að fara ekki með rétt mál, hann sagði að þetta væri misskilningur. Ótrúleg ummæli, hann ar ekki skýr í málflutningi sínum við Stöð2 og Kastljós, það þarf enginn að segja mér að þetta sé eins og lögreglustöð þar sem endalaust af kvörtunum komi inn. Þú gleymir ekki svona,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson.

Henry Birgir segir að vandræðin hafi byrjað þegar KSÍ hélt fréttamannafund í vikunni þegar landsliðshópur var kynntur.

„Þetta byrjar bara á blaðamannafundi KSÍ í vikunni. Hann var afar sérstakur, þar fór KSÍ illa með dauðafæri. Þar gat KSÍ tæklað málin og sýnt samfélagslega ábyrgð, menn voru með stæla og voru í vörn. Formaðurinn var þess utan í felum, hann mætti ekki á fundinn. Þarna var tækifæri fyrir Guðna að sýna hvernig leiðtogi hann er, hann faldi sig á efri hæðinni. Öll svör og annað sem komu á þessum fundi voru mjög skrýtin, það er eins og menn hafi ekkert undirbúið sig. Það vissu allir hvað myndi gerast á þessum fundi, það var eins og það væri ekkert undirbúið.“

Henry Birgir telur að að Guðni þurfi að segja af sér. „Guðni er í þröngri stöðu. Guðni bara laug, hann fór með rangt mál. Yfirlýsing KSÍ frá 17. ágúst heldur engu vatni, það er rosalega erfitt að sjá það að Guðna sé stætt að halda starfi. Það verður áfram sótt að honum, það er ábyrgð stjórnar og félaganna að þeirra vilji í þessu máli komi fram. Pressan er í Laugardalnum.“

Guðni afþakkaði viðtal:

Elvar Geir Magnússon stjórnandi þáttarins segir málið alvarlegt en Guðni vildi ekki mæta í þáttinn og ræða málið. „Þetta er grafalvarlegt mál. Guðna var boðið í þáttinn, sem hann afþakkaði. Væntanlega svakaleg fundarhöld, það þarf að bregðast við,“ sagði Elvar Geir.

Elvar telur að erfitt verði fyrir KSÍ að rétta skútuna af. „Hvernig er hægt að rétta ímyndina við, margir kallað eftir því að Guðni segi af sér? Er það eina leiðin, ýmsar sögur að ganga um fleiri landsliðsmenn en þann sem var í gær,“ sagði Elvar.

„Ég sé ekki undankomuleið, það kæmi mér á óvart ef hann myndi halda formannsstólnum.“

Áttu að vita betur:

Benedikt Bóas Hinriksson telur að KSÍ hafi átt að vita betur og hvaða umræða væri í gangi í þjóðfélaginu. „Það vissu allir hvað var að koma og hvað væri að fara að gerast, fyrir mér þá snýst þetta um Gylfa málið, Eiðs Smára málið, pistlarnir og Lagerbäck. Það eru þessi fjögur mál,“ sagði Benedikt.

„Það er sótt að úr öllum áttum, þetta er ekki eins og formaðurinn sé úti í horni. Hann er í holu, það verður erfitt að grafa sig upp úr henni.“

Íslenska landsliðið fer í þrjá landsleiki í næstu viku, ljóst er að umræðan truflar hópinn. „Við erum að fara í þrjá mikilvæga leiki, það verður erfitt að undirbúa liðið í þessum stormi sem geisar. Þjálfararnir vilja bara undirbúa liðið, það verður eitthvað að gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum

Allt sagt í hnút – Arsenal gæti labbað frá Gyokeres kaupunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Í gær

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Í gær

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?