Moise Kean er á leiðinni til Juventus frá Everton. Blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir frá.
Kean mun gangast undir læknisskoðun á morgun áður en hann fer til Juventus á láni, en Juventus hefur skyldu til að kaupa leikmanninn að láni loknu.
Kean kom til Everton frá Juventus árið 2019 en tókst ekki að festa sig í sessi hjá þeim bláklæddu. Hann var á láni hjá PSG á síðustu leiktíð og skoraði 13 mörk í 26 leikjum og varð franskur bikar- og ofurbikarmeistari með félaginu.