Borussia Dortmund tók á móti Hoffenheim í 3. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Signal-Iduna vellinum.
Hinn ungi og efnilegi Jude Bellingham lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Giovani Reyna á 49. mínútu. Cristoph Baumgartner jafnaði fyrir Hoffenheim 12 mínútum síðar en Jude Bellingham kom Dortmund aftur í forystu á 69. mínútu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti og hamraði honum í fjærhornið.
Munas Dabbur jafnaði fyrir Hoffenheim á 90. mínútu með skalla úr horni og allt stefndi í jafntefli en Erling Haaland skoraði sigurmarkið fyrir Dortmund mínútu seinna. Markið var skoðað vegna gruns um rangstæðu en svo var ekki og markið dæmt gilt.
Dortmund er í 1. sæti með 6 stig eftir þrjár umferðir. Hoffenheim er í 4. sæti með 4 stig.
Borussia Dortmund 3 – 2 TSG Hoffenheim
1-0 Giovani Reyna (’49)
1-1 Cristoph Baumgartner (’61)
2-1 Jude Bellingham (’69)
2-2 Munas Dabbur (’90)
3-2 Erling Braut Haaland (’91)