Miðjumaðurinn Moussa Sissoko hefur gengið til liðs við Watford frá Tottenham á um 3 milljónir punda. Tottenham hefur staðfest þetta.
Sissoko skrifar undir tveggja ára samning við Watford en kappinn lék 202 leiki fyrir Spurs á sínum tíma og lék lykilþátt í að koma félaginu í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2019.
„Hann er mjög góður leikmaður og ég held hann muni reynast okkur vel,“ sagði Xisco Munoz, þjálfari Watford.