Það er talið nánast öruggt að Kylian Mbappe gangi í raðir Real Madrid á næstu dögum áður en félagaskiptaglugginn lokar.
Marca heldur því fram að samkomulag PSG og Real Madrid verði klárað í dag, spænska félagið mun greiða 154 milljónir punda fyrir Mbappe.
Mbappe getur samið við Real Madrid í janúar og komið frítt til félagisns næsta sumar.
Mbappe neitar að skrifa undir nýjan samning við PSG og er orðið nokkuð ljóst að hann endar í Real Madrid, sama hvort það er í ár eða næsta sumar.
Mbappe er 22 ára gamall en hann hefur átt sér þann draum að spila fyrir Real Madrid frá unga aldri.