fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Skýtur harkalega á fyrrum vinnuveitendur sem ráku hann í fyrra – ,,Það væri búið að reka mig, 100 prósent“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 12:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson segir að hann hefði ekki haldið starfi sínu sem þjálfari Njarðvíkur eins lengi og raun bar vitni í fyrra ef stigafjöldinn hefði verið svipaður og hann er í ár. Mikael var rekinn frá félaginu eftir síðustu leiktíð í 2. deild og tók Bjarni Jóhannesson við.

Undir stjórn Mikaels hafnaði Njarðvík í fjórða sæti 2. deildar með 40 stig, 3 stigum á eftir Selfoss sem fór upp í Lengjudeildina. Þess skal getið að aðeins voru leiknir 20 leikir í fyrra þar sem tímabilinu var hætt fyrr vegna kórónuveirufaraldursins.

Nú í ár er Njarðvík í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig eftir fjórtán leiki.

,,Það væri búið að reka mig, 100 prósent,“ sagði Mikael í hlaðvarpsþættinum The Mike Show, spurður að því hvernig viðbrögð hann hefði fengið við slíku gengi í fyrra.

,,Menn bara lásu ekki leikinn. Menn hafa mismunandi mikið vit á þessu. Fullt af mönnum hafa vit á þessu, aðrir ekki. En það er ekkert málið. Það er alveg klárt, ég væri ekkert ennþá þjálfari hjá Njarðvík ef ég hefði haldið áfram og verið með 22 stig með þennan leikmannahóp. Það segir sig alveg sjálft.“

,,Menn bera fyrir sig meiðsli og annað. Þeir eru búnir að vera óheppnir með þau en þeir bara hafa verið að spila mjög leiðinlegan fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram

Margir vel pirraðir á fyrrum leikmanni United fyrir þessa færslu á Instagram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps