fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Þetta er stærsti draumur Kylian Mbappe

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 17:00

Kylian Mbappé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe segir að það að vinna Meistaradeild Evrópu með Paris Saint-Germain sé stærsti draumur hans.

Hinn 22 ára gamli Mbappe hefur verið hjá Parísarliðinu frá árinu 2017. Þá kom hann frá AS Monaco.

Tölfræði Mbappe með PSG er hreint mögnuð. Hann hefur skorað 132 mörk í 171 leik. Þá hefur leikmaðurinn lagt upp 61 mark.

Samningur Frakkans við PSG rennur út næsta sumar. Hann hefur reglulega verið orðaður við Real Madrid. Það er ljóst að það yrði ansi slæmt fyrir PSG að missa þennan stjörnuleikmann frítt frá sér eftir eitt ár.

Miðað við orð Mbappe á dögunum á hann þó eitt stórt verkefni óklárað með PSG.

,,Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina með PSG, það yrði stórkostlegt. Að vinna annan heimsmeistaratitil yrði samt frábært líka,“ sagði Mbappe. Hann varð heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“

Dagný segir leik morgundagsins ótrúlega mikilvægan – ,,Við ætlum okkur á HM“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta brugðið eftir að hann las yfirlýsingu Bruce þar sem hann lýsir aðkasti sem hann varð fyrir

Arteta brugðið eftir að hann las yfirlýsingu Bruce þar sem hann lýsir aðkasti sem hann varð fyrir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hannes gerði grín að málinu sem allir hafa rætt síðustu vikur

Hannes gerði grín að málinu sem allir hafa rætt síðustu vikur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum

Tekin aftur saman þrátt fyrir ásakanir um framhjáhald – Stormasamri viku lokið með ótrúlegri U-beygju hjá Icardi-hjónunum
433Sport
Í gær

Fyrrum liðsfélagi Gerrards hvetur hann til þess að hætta hjá Rangers ef hann fær símtal frá eigendum Newcastle

Fyrrum liðsfélagi Gerrards hvetur hann til þess að hætta hjá Rangers ef hann fær símtal frá eigendum Newcastle
433Sport
Í gær

Guðný er sátt við að spila sem hægri bakvörður með íslenska landsliðinu – Ætlar sér að vinna titla á Ítalíu

Guðný er sátt við að spila sem hægri bakvörður með íslenska landsliðinu – Ætlar sér að vinna titla á Ítalíu