fbpx
Fimmtudagur 21.október 2021
433Sport

Sjáðu viðtal við Frey eftir fyrsta leik: ,,Allir leikmennirnir ættu að vera stoltir og glaðir“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 17:51

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, stjóri Lyngby í dönsku B-deildinni, var stoltur af sínu liði eftir sigur í fyrsta leik tímabilsins gegn Nyköbing í dag. Lyngby skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma í 1-2 sigri.

,,Þetta var frábært. Þetta var ótrúlega erfiður leikur. Nyköbing spiluðu mjög vel, spiluðu sem heild. Þeir koma auðvitað úr C-deild og við höfðum spilað við þá æfingaleik. Það er virkilega erfitt að spila gegn þeim,“ sagði Freyr í viðtali við heimasíðu Lyngby eftir leik.

Freyr var virkilega ánægður með að hans lið hafi siglt sigrinum heim eftir erfiðan leik. Hann segir leikmennina hafa átt það skilið

,,Að koma hér og skora á síðustu mínútu var frábært. Ég er svo glaður fyrir hönd leikmanna sem hafa lagt hart að sér hvern einasta dag. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þetta var upp og niður frammistaða hjá okkur eins og oft í fyrsta leik.“

Varamaðurinn Rasmus Pedersen gerði sigurmark Lyngby í dag. Freyr var ánægður með þá leikmenn sem komu inn af bekknum, sem og liðið í heild.

,,Ég er svo stoltur af þeim leikmönnum sem byrjuðu á bekknum en komu svo inn með krafti. Allir leikmennirnir ættu að vera stoltir og glaðir.“

Viðtalið í heild (á dönsku) má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce

Newcastle að hefja viðræður við mögulegan arftaka Bruce
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós

Krísa í Bítlaborginni – Margir meiddir og staða Gylfa áfram óljós
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði

Þessir þykja líklegastir til að taka við Newcastle – Stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“

Sjáðu myndbandið: Klopp reiddist blaðamanni og gekk út úr viðtali – ,,Ég er ekki hálfviti“