fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Verða David Luiz og Balotelli liðsfélagar á næstu leiktíð?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkneska félagið Adana Demirspor hefur áhuga á því að næla í brasilíska miðvörðinn David Luiz.

Hinn 34 ára gamli Luiz hefur verið samningslaus frá því að samningur hans við Arsenal rann út í lok júní. Hann hafði verið á mála hjá félaginu frá sumrinu 2019. Þar áður lék hann með Chelsea.

Adana Demirspor er nýliði í efstu deild Tyrklands eftir að hafa komið sér upp úr B-deildinni í vor.

Félagið hefur metnað til að gera vel og hefur sýnt það á félagaskiptamarkaðnum. Mario Balotelli gekk til liðs við Adana Demirspor fyrr í sumar.

Það yrði ansi áhugavert að sjá Balotelli og Luiz í sama liðinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera litríkir karakterar. Það verður þó ekki af þeim tekið að þegar þeir sýna sínar réttu hliðar á knattspyrnuvellinum geta þeir verið ansi öflugir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Í gær

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður