fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Gylfi sagður harðneita sök í málinu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt breska götublaðinu The Sun harðneitar Gylfi Þór Sigurðsson öllum ásökunum sem að honum hefur verið beint. Þetta kemur fram í frétt blaðsins um málið.

Um helgina var greint frá því að leikmaður í ensku deildinni hefði verið handtekinn vegna gruns um brot gegn barni. Skömmu síðar var greint frá því að leikmaðurinn sem um ræðir væri 31 árs gamall og í Everton og í gær greindu svo íslenskir fjölmiðlar frá því að leikmaðurinn sem um ræddi væri Gylfi.

Mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum á meginlandinu, sérstaklega á Englandi, en þó hefur Gylfi ekki verið nafngreindur þar af lagalegum ástæðum.

Þó hefur til dæmis The Sun gengið afar langt í því að teygja sig yfir línuna með því að birta frétt um að Fabian Delph sé ekki leikmaðurinn sem um ræðir. Delph var eini leikmaðurinn sem er líka 31 árs og er í Everton. Þeir lesendur The Sun sem kunna að lesa milli línanna geta því séð að Gylfi er leikmaðurinn sem um ræðir.

„Leikmaðurinn getur ekki verið nafngreindur af lagalegum ástæðum – þrátt fyrir það hefur hann verið nafngreindur í heimalandi sínu og í alþjóðlegum fjölmiðlum,“ segir í frétt The Sun. Þá kemur einnig fram að Gylfi hafi víst neitað sökað í málinu. „Hann er sagður harðneita öllum ásökunum gegn sér en hann hefur þegar misst samstarfssamning,“ segir í frétt The Sun um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi