fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

,,Það er búið að reyna allt og alltaf er niðurstaðan sú sama“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 11:00

Frá Eimskipsvellinum, heimavelli Þróttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held það þurfi kraftaverk til að Þróttarar bjargi sér (frá falli),“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

Þróttur Reykjavík hefur aðeins 7 stig eftir ellefu leiki í Lengjudeildinni í ár. Liðið er 2 stigum frá öruggu sæti.

Þróttarar hafa verið í fallbaráttu í næstefstu deild undanfarin tímabil en þó alltaf tekist að bjarga sér fyrir horn.

,,Það er ljóst að þjálfarar eru ekki vandamálið í Þrótti. Það er búið að reyna allt og alltaf er niðurstaðan sú sama. Það er kjallarabaráttan. Það er bara greinilega eitthvað sem þarf að breyta í félaginu,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi.

Kristján Óli segir að stöðvun á tímabilinu í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins hafi bjargað Þrótti frá falli það árið.

,,Í lok tímabils í fyrra voru þeir nú komnir með fjóra eða fimm þjálfara og þeir héldu sér náttúrulega bara uppi af því mótið var blásið af. Þeir hefðu alveg getað farið niður þá. Þetta er búið að hanga yfir dalnum. Vonandi bara læra þeir af þessu og koma þá bara sterkari upp á næsta ári.“

Umræðuna um Þrótt sem og markaþátt Lengjudeildarinnar í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park