fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Markaregn í Mosó – Dramatík í Grindavík

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 18. júní 2021 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 7. umferð Lengjudeildar karla.

Fullt af mörkum í Mosó

Afturelding fékk Selfoss í heimsókn. Úr varð fjörugur leikur sem lauk með jafntefli.

Pedro Vazquez Vinas skoraði tvö mörk fyrir heimamenn snemma leiks. Það fyrra á 8. mínútu og það seinna um þremur mínútum síðar.

Gary Martin svaraði fyrir Selfyssinga. Hann minnkaði muninn á 23. mínútu og jafnaði 20 mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 2-2.

Ingvi Rafn Óskarsson kom gestunum yfir um miðjan seinni hálfleik. Kári Steinn Hlífarsson jafnaði leikinn fyrir Aftureldingu þegar tíu mínútur lifðu leiks. Lokatölur urðu 3-3.

Afturelding er í níunda sæti deildarinnar með 6 stig. Selfoss er sæti neðar með stigi minna.

Grindavík kláraði Gróttu í uppbótartíma

Grindavík tók á móti Gróttu. Heimamenn unnu sigur þrátt fyrir að lengi hafi stefnt í jafntefli.

Sigurður Bjartur Hallsson kom Grindvíkingum yfir á 39. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0.

Pétur Theódór Árnason jafnaði fyrir gestina um miðjan seinni hálfleik. Á 85. mínútu fékk Arnar Þór Helgason, í liði Gróttu, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Það virtis hafa slæm áhrif á liðið því þeir fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Fyrst kom Sigurjón Rúnarsson Grindavík yfir. Sigurður Bjartur skoraði svo sitt annað mark úr víti í blálokin. Lokatölur 3-1.

Grindavík er komið upp í annað sæti deildarinnar með 15 stig. Græotta er í sjöunda sæti með 8 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“

Sveindís eftir opnunarleikinn: ,,Við erum íþróttamenn og hötum að tapa“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekkert óvænt í fyrsta byrjunarliði Þorsteins á EM

Ekkert óvænt í fyrsta byrjunarliði Þorsteins á EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“

Rúnar óendanlega stoltur af eiginkonu sinni – „Þegar ég kynntist konunni minni 2016 átti ég ekkert von á því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur

Liverpool staðfestir ráðningu á van Bronckhorst – Þekktur markmannsþjálfari einnig mættur