fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

EM 2020: England byrjar á sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 14:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

England vann Króatíu í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu. Leikurinn var liður í D-riðli mótsins. Leikið var á Wembley í Lundúnum.

Englendingar voru mun betri í upphafi. Phil Foden komst næst því að skora í fyrri hálfleik en þá skaut hann í stöngina. Króatía vann sig inn í leikinn þegar leið á fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var markalaus.

Raheem Sterling kom þeim ensku yfir á 57. mínútu. Kalvin Phillips gerði þá frábærlega í aðdragandanum, kom sér framhjá tveimur Króötum og stakk boltanum inn fyrir á Sterling sem skoraði.

Raheem kemur boltanum í markið. Mynd/Getty

Englendingar ógnuðu ekki mikið eftir markið. Króatía náði ekki heldur að skapa sér nægilega góð færi til að jafna. Lokatölur urðu 1-0.

Skotland og Tékkland eru með liðunum í D-riðlinum. Þau leika innbyrðis á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir