fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
433Sport

Dró í efa fregnir af samningsboði Víkings – ,,Arnar ekki búinn að heyra af því“

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 10:07

Andri Rúnar Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, kannast ekki við sögusagnir um það að Andri Rúnar Bjarnason hafi fengið samningstilboð frá félaginu. Þetta segir Mikael Nikulásson, sérfræðingur í hlaðvarpsþáttunum The Mike Show.

Andri Rúnar er samningsbundinn Esbjerg í Danmörku en átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili þar á bæ. Andri var talsvert meiddur og fann ekki markaskóna.

Í gær kom það fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Andri gæti verið á heimleið og að Víkingur hafi boðið honum ansi rausnarlegt tilboð. Mikael segist hafa rætt við Arnar og að hann hafi ekki kannast við sögusagnirnar.

,,Mér skilst nú, frá þjálfara Víkings sjálfum, að það sé ekki rétt en hvað er satt og hvað er ekki, við vitum það ekki. Við vitum hvernig þessi heimur virkar en Arnar var allavega ekki búinn að heyra af því,“ sagði Mikael í þætti gærdagsins.

Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild karla á Íslandi árið 2017 þegar hann skoraði 19 mörk fyrir Grindavík. Esbjerg er talið tilbúið að láta hann fara. Hann gæti orðið mikill liðsstyrkur fyrir mörg lið hér heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Milan vann Íslendingalið Venezia

Milan vann Íslendingalið Venezia
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur tröllatrú á Ronaldo – ,,Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði“

Hefur tröllatrú á Ronaldo – ,,Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hjörvar um Arnar: ,,Átti aldrei að labba um atvinnulaus“

Hjörvar um Arnar: ,,Átti aldrei að labba um atvinnulaus“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal tilbúið að taka enn frekar til í markvarðamálum

Arsenal tilbúið að taka enn frekar til í markvarðamálum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vesen hjá Rooney og félögum – Greiðslustöðvun og 12 stig í mínus

Vesen hjá Rooney og félögum – Greiðslustöðvun og 12 stig í mínus