fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Röð áfalla í lífi Guðlaugs: Sonurinn flutti í annað land og móðir hans lést – „Ég fyr­ir­gef henni“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 29. maí 2021 10:36

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður í knattspyrnu samdi við þýska félagið Schalke á dögunum, eitt af stæri félögum Þýskalands sem var að falla niður í næst efstu deild. Síðasta ár var erfitt fyrir Guðlaug þar sem hann missti meðal annars móður sína. Hann ræðir málið ítarlega við Bjarna Helgason á Morgunblaðinu.

Guðlaugur ræðir síðasta ár í lífi sínu í viðtalinu en þar kemur fram að sonur hans hafi flutt frá honum á síðasta ári, þá skildu leiðir hjá Guðlaugur og barnsmóður hans sem flutti til Kanada. Nokkrum vikum síðar lést svo móðir hans.

„Þetta var al­veg steikt­ur tími því ég kveið því að sjá á eft­ir strákn­um til Kan­ada, meiðist, við kom­umst ekki á EM, ég fer í tvær aðgerðir og missi svo móður mína. Þetta ger­ist allt á ein­hverj­um þriggja vikna kafla og ég get al­veg viður­kennt það að til­ver­an hjá mér hrundi þarna á ákveðnum tíma­punkti,“ sagði Guðlaugur í viðtali við Morgunblaðið.

Guðlaugur kom til Íslands til að fylgja móður sinni til grafar en var svo staddur í Þýskalandi þar sem hann fékk góða hjálp „Ég var með sál­fræðing­inn minn á sjálf­vali í sím­an­um hjá mér og ég talaði við hann á hverj­um ein­asta degi í ein­hverja þrjá mánuði.“

Á þessum tíma voru kjaftasögur um að Guðlaugur ætlaði að halda heim til Íslands, þæru voru réttar en fóru í taugarnar á honum.
„Ég bað umboðsmann­inn minn um að taka stöðuna á klúbb­un­um heima og þessi frétta­flutn­ing­ar á Íslandi, um að ég væri á heim­leið, átti al­veg rétt á sér. Á sama tíma fór það mikið í taug­arn­ar á mér að þetta skildi enda í fjöl­miðlum en Ísland er lítið sam­fé­lag og ef eitt­hvað svona spyrst út er það fljótt að fara út um allt,“ sagði Guðlaugur en ástæða þess að hann vildi koma heim voru þær að vera nær fjölskyldu sinni eftir röð áfall.

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Móðir Guðlaugs, Ásta Marta Róbertsdóttir lést 27 nóvember en hún hafði glím við fíknisjúkdóma um langt skeið.

„Við mamma vor­um í ágæt­is sam­bandi á síðasta ári. Hún var mest megn­is edrú og á fín­um stað þannig séð. Sam­skipt­in voru þess vegna nokkuð góð en ég heyrði ekk­ert í henni þrem­ur vik­um áður en hún lést því hún hafði fallið um það leyti,“ sagði Guðlaugur við Morgunblaðið.

„Sam­band okk­ar síðustu ár var kannski ekki eins og maður vildi hafa það en ég hélt alltaf í von­ina um að hún myndi koma til baka og yrði til staðar sem bæði móðir og amma. Hún elskaði strák­inn minn mikið og henn­ar heit­asta ósk var að sigr­ast á sinni fíkn og vera til staðar fyr­ir börn­in sín. Því miður þá er sjúk­dóm­ur­inn eins og hann er og þetta er ekk­ert grín að eiga við.“

Guðlaugur hefur sjálfur lagt flöskuna á hilluna. „Þessi sjúk­dóm­ur er al­gjört hel­víti fyr­ir fólk og ég hef meiri skiln­ing á hon­um í dag. Hún var ekki hún sjálf þegar fík­ill­inn tók völd­in. Ég fyr­ir­gef henni og á sama tíma get ég tekið á móti henn­ar af­sök­un­ar­beiðnum í dag.“

„Ég veit að hún var og verður alltaf stolt af mér og fylg­ist með mér að ofan,“ sagði Guðlaugur í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun