fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Verður fullmannað á Wembley á EM?

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 25. maí 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur áhorfendum verið hleypt á vellina á Englandi og hafa þessir prufuviðburðir reynst afar vel en aðeins hafa greinst um 15 tilfelli af Covid-19 af þeim 58. þúsund áhorfendum sem hafa fengið að mæta á þessa prufuviðburði.

Á úrslitaleik Leicester og Chelsea í FA bikarnum sem fram fór á Wembley fengu rúmlega 21. þúsund manns að koma á völlinn og þar greindist enginn með veiruna skæðu.

Þar sem þetta hefur gengið svo vel segir í frétt Evening Standard að það gæti vel farið svo að setið verði í öllum sætum á Wembley á EM í sumar en völlurinn tekur um það bil 90. þúsund áhorfendur.

England spilar leiki sína á heimavelli á EM í sumar og leika þeir í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Þá verða báðir undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikur EM spilaður á Wembley.

Búist var við því að aðeins yrði fjórðungur hámarksáhorfendafjölda leyfður á EM í sumar eða um 22.500 manns en þessar fréttir munu eflaust gleðja stuðningsmenn um allan heim og sérstaklega Breta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Endalok Viðars á Akureyri?

Endalok Viðars á Akureyri?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið

Sjáðu slagsmálin – Luis Enrique „kýldi“ stjörnu Chelsea í gólfið
433Sport
Í gær

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“
433Sport
Í gær

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum