fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Hjólar í grenjuskjóðuna Bruno Fernandes

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. maí 2021 08:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er enn vel inni í Meistaradeildarbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Manchester United á Old Trafford í gær í stórleik. Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir á 10. mínútu. Hann fékk þá boltann innan teigs og skaut í Nat Phillips og í netið.

Diogo Jota jafnaði leikinn þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Honum tókst þá að stýra skoti Phillips í netið. Roberto Firmino kom Liverpool yfir rétt fyrir leikhlé þegar hann skoraði með skalla. Staðan í hálfleik var 1-2 fyrir gestina. Firmino skoraði þriðja mark Liverpool í upphafi seinni hálfleiks. Hann náði þá frákastinu eftir að skot Trent Alexander-Arnold var varið.

Marcus Rashford minnkaði muninn fyrir Man Utd um miðbik seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Mohamed Salah gerði þó út um leikinn fyrir Liverpool í blálokin. Lokatölur 2-4.

Roy Keane var sérfræðingur á Sky Sports eftir leik. „Við höfum lofsungið United síðustu vikur og mánuði en þessi hópur á engan möguleika í að berjast við City um sigur í deildinni. Allir veikleikar liðsins hafa komið betur í ljós síðustu daga,“ sagði Keane.

„Það er í raun ógnvænelgt hvað City er miklu betra lið, Solskjær telur sig eflaust þurfa þrjá eða fjóra leikmenn til þess að eiga séns.“

Keane ákvað svo að senda væna pillu á Bruno Fernandes. „Ég vil helst ekki gagnrýna hann of mikið en hann hann var grenjandi hálfan leikinn,“ sagði Keane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba