fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
433Sport

Ástæða þess að Edinson Cavani framlengdi við United

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur staðfest nýjan samning Edinson Cavani við félagið, samningurinn gildir til sumarsins 2022. Cavani kom til United síðasta haust á frjálsri sölu og framherjinn hefur slegið í gegn þegar hann hefur verið leikfær.

Cavani hefur raðað inn mörkum síðustu vikur en framherjinn frá Úrúgvæ er 34 ára gamall og hefur raðað inn mörkum allan sinn feril. Nýr samningur Cavani gildir í ár til viðbótar en eftir það er talið að framherjinn haldi til Suður-Ameríku til að klára feril sinn.

„Ástæða þess að ég framlengdi samning minn, er bara sú að ég sé hvað félagið stendur fyrir. Hvað Manchester United er sem félag er ástæða þess,“ sagði Cavani.

„Þetta er félagið sjálft en líka félagið á bak við tjöldin og auðvitað stuðningsmenn okkar.“

„Með hverjum deginum tengist ég félaginu betur og hef nú sterkar tilfinningar til þess. Þú skapar samband við liðsfélaga þína og við alla þá sem tengjast félaginu. Það varð til þess að ég framlengdi.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Koulibaly gæti farið til PSG í sumar

Koulibaly gæti farið til PSG í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirsæta fékk 200 morðhótanir á dag í sumar er hún studdi kærastann á knattspyrnuvellinum – ,,Vona að þú fáir krabbamein og deyir“

Fyrirsæta fékk 200 morðhótanir á dag í sumar er hún studdi kærastann á knattspyrnuvellinum – ,,Vona að þú fáir krabbamein og deyir“
433Sport
Í gær

Superliga: SonderjyskE tapaði á heimavelli – Kristófer Ingi kom inn á í sínum fyrsta leik

Superliga: SonderjyskE tapaði á heimavelli – Kristófer Ingi kom inn á í sínum fyrsta leik
433Sport
Í gær

Allsvenskan: Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni

Allsvenskan: Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Bíl Harðar var stolið í Rússlandi – ,,Búið að keyra hann út úr Moskvu, taka hann í sundur og selja partanna“

Bíl Harðar var stolið í Rússlandi – ,,Búið að keyra hann út úr Moskvu, taka hann í sundur og selja partanna“
433Sport
Í gær

Juventus að gera nýjan samning við einn af sínum lykilmönnum

Juventus að gera nýjan samning við einn af sínum lykilmönnum