fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Arsenal felldi WBA – Willian skoraði

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 20:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann 3-1 sigur á WBA í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

WBA fór ágætlega af stað í leiknum en lentu þó undir eftir hálftíma leik. Þá átti Bukayo Saka hlaup upp vinstri vænginn, lagði boltann fyrir mark gestanna þar sem Emile Smith-Rowe var mættur og skoraði af stuttu færi.

Arsenal tvöfaldaði forystu sína strax fimm mínútum síðar. Þá skoraði Nicolas Pepe með frábæru skoti fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0.

WBA minnkaði muninn með flottu marki Matheus Pereira um miðbik seinni hálfleiks. Hann tók gott hlaup, fékk sendingu frá Conor Townsend og skoraði svo framhjá Bernd Leno.

Það var hins vegar enginn annar en Willian sem innsiglaði sigur Arsenal í blálokin. Hann skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 3-1.

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með 52 stig. WBA er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Í gær

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum