fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Tottenham stimplaði sig endanlega út úr Meistaradeildarbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 8. maí 2021 13:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leeds tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þeir unnu að lokum góðan sigur.

Leeds var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum. Stuart Dallas kom þeim yfir er hann náði frákasti eftir vörslu Hugo Lloris og kom boltanum í netið.

Tottenham jafnaði þó úr sínu fyrsta almennilega færi í leiknum. Þá skoraði Heung-Min Son eftir frábæran undirbúning Dele Alli. Stuttu síðar kom Harry Kane boltanum í netið en eftir skoðun VAR var markið dæmt af vegna rangstöðu.

Patrick Bamford kom heimamönnum svo aftur yfir í lok fyrri hálfleiks. Það gerði hann eftir fyrirgjöf Ezgjan Alioski. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir heimamenn.

Leikmenn Spurs komu sterkari inn í seinni hálfleikinn. VAR tók annað mark af Harry Kane á 50. mínútu, aftur vegna rangstöðu.

Rodrigo gerði hins vegar út um leikinn á 84. mínútu. Þá fékk Raphinha sendingu inn fyrir vörn gestanna, brunaði upp völlinn og renndi honum á Rodrigo, sem var í betra færi. Sá síðarnefndi afgreiddi boltann í netið. Sanngjarn 3-1 sigur Leeds varð niðurstaðan í dag.

Leeds er eftir leikinn í níunda sæti deildarinnar með 50 stig. Tottenham er í sjötta sæti með 56 stig. Þeir voru líklega endanlega að stimpla sig út úr baráttu um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð með tapinu í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“

18 manna hópur fylgir Guðrúnu – „Mér finnst þær aðeins gíraðri“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn

Setur pressu á Þorstein eftir hátt í fimm ár við stjórnvölinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“