fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

West Ham tapaði í norðrinu

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 17. apríl 2021 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta leiknum í dag í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu. Newcastle tók á móti West Ham í 32. umferð á St. James´s Park og lauk leiknum með 3-2 sigri heimamanna.

Newcastle litu vel út í fyrri hálfleik og fyrsta mark leiksins skoraði Issa Diop  á 36. mínútu þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Saint-Maximin átti skot að marki og Diop og Fabianski flæktust fyrir hvorum öðrum og boltinn endaði í netinu eftir viðkomu í Diop. Á sömu mínútu fékk Dawson seinna gula spjaldið sitt og þar með rautt sem þýddi að leikmenn West Ham voru manni færri. Joelinton nýtti sér liðsmuninn og kom Newcastle tveimur mörkum yfir á 41. mínútu eftir slæm mistök hjá Fabianski í markinu.

Enginn veit hvað Steve Bruce sagði við sína menn í hálfleik en liðið átti slappan seinni hálfleik þar sem West Ham voru með öll völd á vellinum. Það var enginn annar en Issa Diop sem minnkaði muninn fyrir West Ham á 73. mínútu með flottum skalla og Jesse Lingard jafnaði metin úr víti sjö mínútum síðar.

Leikmenn Newcastle neituðu þó að gefast upp og kom Joe Willock heimamönnum aftur yfir á 82. mínútu með skalla en hann hafði aðeins verið inni á vellinum í tæpa mínútu og þar við sat.

Newcastle fara með sigrinum í 15. sæti deildarinnar og eru níu stigum frá falli. West Ham situr ennþá í 4. sætinu en Chelsea og Liverpool eru skammt undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið

Tilkynna um andlát ungs manns – Samfélagið harmi slegið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu