fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Guðni gefur lítið fyrir meint aðgerðarleysi – „Ég held að þetta vinnist ekki þannig“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 20:00

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var gestur í þættinum 433.is sem var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöldi.

Nú hefur liðið rúmt ár frá því að Covid-19 heimsfaraldurinn fór að setja hömlur á líf einstaklinga. Íþróttafólk er ekki þar undanskilið og meðal annars hefur verið gripið til þess að setja bann við íþróttaæfingum og keppni.

„Þetta reynir á og þetta er bagaleg. Við erum auðvitað í þessari baráttu saman, allt samfélagið sem slíkt og við í íþróttahreyfingunni förum ekki varhluta af þessu. Við höfum verið að eiga við þennan faraldur undanfarið ár. Vissulega hélt maður að þetta væri fyrir bí og að við værum að horfa fram á hækkandi sól en þetta er bara einhvað sem við verðum að takast á við,“ sagði Guðni um áhrif Covid-19 faraldursins.

Skilur þá erfiðu stöðu sem stjórnvöld eru í

Guðni segist skilja þá erfiðu stöðu sem stjórnvöld séu í þegar setja þurfi á takmarkanir með það í augum að hemja útbreiðslu faraldursins.

„Ég skil þetta að vissu leyti og virði ákvarðanir yfirvalda og þeirri erfiðu stöðu sem yfirvöld eru í þessum sóttvörnum. Það er að segja að passa upp á að faraldurinn breiðist ekki út  og horfa á hópamyndanir og þess háttar.“

Bann hefur verið sett á íþróttaæfingar og keppni en reynslan af faraldrinum hérlendis er sú að fá smit hafa komið upp í tengslum við æfingar eða keppnisleiki íþróttafélaga.

„Við höfum í öllum okkar málflutningi, fjölda greinargerða, minnisblaða, undanþágubeiðnum og svo framvegis, verið að benda á að hættan af eiginlegri fótboltaiðkun, æfingum og keppni virðist vera mjög lítil sem engin. Við áttum okkur hins vegar á því að með ákveðinni hópamyndun, til dæmis í búningsklefum eða meðal áhorfenda getur kannski verið varhugaverðari staða og þar þarf kannski að gæta sín.“

„Við höfum verið tilbúin að taka tillit til þess og höfum verið að vinna með yfirvöldum í umræðu með því að skýra út hvað við getum gert til þess að lágmarka þessa áhættu. Það hefur alltaf verið okkar málflutningur og ég held að hann hafi heyrst og að það hafi verið tekið tillit til hans. Svo má alltaf ræða um það hvort það hefði mátt taka meiri tillit til hans.“

„Heilt yfir höfum við verið að halda því fram að fótboltaiðkun sem slík sé áhættulítil.“

Gefur lítið fyrir gagnrýni á meint aðgerðarleysi íþróttahreyfingarinnar

Helsta gagnrýnin á íþróttahreyfinguna hefur verið sú að það hafi ekki heyrst nógu mikið í henni þegar yfirvöld ákváðu að setja bann við íþróttaiðkun. Hvað segir Guðni við þeirri gagnrýni?

„Ég held að þetta vinnist ekki þannig. Við erum í þannig umhverfi að það hefur geisað heilbrigðisvá og faraldur. Við þurfum að virða það. Ég held að bæði ÍSÍ og sérsamböndin, hafi verið að vinna þetta faglega með gagnaöflun og málflutningi með rökstuðningi fyrir sínu máli. Það er gert til þess að fá íþróttunum sinnt þannig að við getum haldið okkar mót og æfingar.“

Samkvæmt nýjustu tilslökunum yfirvalda í sóttvarnaraðgerðum geta íþróttaæfingar og keppni hafist aftur á fimmtudaginn.

Viðtalið við Guðna og þátt 433.is í heild sinni, má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar