fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Hefur ekki áhyggjur af markaþurrð Werner og líkti aðstæðunum við stefnumótaheiminn

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ekki áhyggjur af markaþurrð framherjans Timo Werner.

Werner gekk til liðs við Chelsea fyrir tímabilið frá RB Leipzig en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum hingað til. Werner hefur komið við sögu í 39 leikjum fyrir Chelsea, skorað tíu mörk og gefið 10 stoðsendingar.

„Hann hefur skorað mörk síðan að hann var fimm ára og hefur aldrei hætt að gera það. Hann getur lagt traust sitt á sig sjálfan og líkami hans man hvernig á að skora því það er í eðli hans að skora,“ sagði Tuchel sem staðfesti að Werner yrði í byrjunarliði Chelsea gegn West Brom um helgina.

Það vakti athygli á æfingu Chelsea á dögunum að Tuchel bannaði Werner að taka aukaæfingu til þess að æfa færaklárun sína.

„Í gær þurfti ég að senda hann inn af æfingu vegna þess að hann vildi æfa færaklárun sína. Ég sendi hann bara inn og sagði við hann ‘þú þarft ekki að gera þetta, líkami þinn og heili veit hvernig á að skora mörk, þú þarft ekki að hafa áhyggjur þetta kemur allt’,“ sagði Tuchel á fréttamannafundi Chelsea.

Tuchel líkti þessu athæfi Werner við það að fara á stefnumót með konu.

„Ef konan vill ekki fara út að borða með þér, þá geturðu ekki neytt hana til þess. Þú tekur bara skref til baka og hún mun kannski hringja í þig seinna.  Mörkin munu koma,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“