fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Aguero vill vera áfram í Englandi – Lundúnir heilla

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 11:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, er staðráðinn í að spila áfram í ensku úrvalsdeildinni eftir að samningur hans við Manchester City rennur út í sumar. Ljóst er að hart verður barist um framherjann sem getur farið á frjálsri sölu frá Manchester City.

Aguero er markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City, allt frá því að hann gekk til liðs við Manchester City árið 2011 hefur hann raðað inn mörkum. Meiðsli hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum stóran hluta af tímabilinu en ljóst er að ef Aguero getur haldið sér heilum, þá er það mikill styrkur fyrir hvaða lið sem er.

Ljóst er að lið utan Englands á borð við Real Madrid, Barcelona og Paris Saint-Germain, munu reyna að næla í kappann en hann hefur hug á að vera á fram í Englandi.

Árið 2011, áður en að Aguero gekk til liðs við Manchester City, hafði Chelsea áhuga á að fá hann til liðs við sig. Sá áhugi virðist enn til staðar en forráðamenn Chelsea leita leiða til að efla sóknarleik liðsins en framherjinn Timo Werner hefur ekki náð að sýna sitt besta eftir að hann kom til félagsins fyrir tímabilið.

Aguero myndi aldrei vilja eyðileggja það samband sem hann á við stuðningsmenn Manchester City með því að færa sig um set til Manchester United og Liverpool er ekki í leit að sóknarmanni, þeirra áherslur liggja í öftustu línu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Í gær

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið

Bjarni upplýsir um samtöl sín við þjálfara – Telur útséð að það þurfi útlending í verkefnið
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu