Óvænt úrslit áttu sér stað í riðli Íslands í undankeppni HM í kvöld. Þjóðverjar töpuðu á heimavelli gegn N-Makedóníu og Armenía hafði betur gegn Rúmeníu.
Þýskaland tók á móti N-Makedóníu í Þýskalandi. Leiknum lauk með óvæntum 2-1 sigri Makedóníu þar sem Eljif Elmas tryggði Makedóníu sigur með marki á 85. mínútu.
Fyrr í dag hafði Armenía unnið frekar óvæntan 3-2 sigur á Rúmeníu og eftir þrjár umferðir er Armenía á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Eitthvað sem hefði verið frekar óhugsandi fyrir keppnina.
Riðillinn er galopinn eftir þessar fyrstu þrjár umferðir.
Staðan í riðli Íslands eftir þrjár umferðir: