Ísland leikur nú á móti Liechtenstein í undankeppni HM. Ísland er 2-0 yfir í leiknum þegar búið er að flauta til hálfleiks
Birkir Már Sævarsson, kom Íslandi yfir í leiknum með marki á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Herði Björgvini Magnússyni.
Það var síðan Birkir Bjarnason, sem kom Íslandi í stöðuna 2-0 með marki á 45. mínútu eftir góðan undirbúning frá Aroni Einari Gunnarssyni og Arnóri Ingva Traustassyni.
Ísland er komið í 2-0 í Vaduz gegn Liechtenstein! Birkir Bjarnason skorar eftir fínan undirbúning Arons Einars og Arnórs Ingva. Búið að flauta til leikhlés. pic.twitter.com/tpWsbcLEpM
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 31, 2021