fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Plús og mínus í sigri Íslands á Liechtenstein

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 20:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM. Sigurinn kom á móti Liechtenstein en leiknum lauk með 4-1 sigri Íslands.

Hér verður farið yfir það góða og slæma í leik íslenska liðsins.

Plús +

Íslenska liðið átti þennan leik algjörlega og stjórnaði honum vel.

Liðið skoraði mörk! Það hefur vantað í leikjum liðsins upp á síðkastið. Ísland hafði fyrir leikinn í kvöld skorað 4 mörk í 10 leikjum. 

Mikið var rætt og ritað um að Sveinn Aron hafi verið valinn í byrjunarliðið fyrir leikinn og margir sem gagnrýndu ákvörðun Arnars Þórs. Sveinn Aron stóð sig vel í leiknum og komst vel frá honum, spilaði rúmar 60 mínútur.

Íslenska liðið náði í sín fyrstu stig í keppninni eftir erfiða byrjun í fyrstu tveimur umferðunum. Mun vonandi gefa liðinu sjálfstraust og sigurtilfinninguna en hafa ber þó í huga að Liechtenstein er ekki sterkt lið.

Liðið stjórnaði leiknum örugglega og það gaf þjálfarateyminu tækifæri til að rótera liðinu í hálfleik og fljótlega í seinni hálfleik. Leikmenn á borð við Aron Einar og Jóhann Berg þurftu því ekki að spila eins mikið.

Aðdragandi beggja markanna var góður og sér í lagi í seinna markinu þar sem frábær sending Arons Einars inn á teig og góður leikskilningur Arnórs Ingva komu Birki Bjarna í góða stöðu.

Mínus –

Fátt sem er hægt að setja út á í leik íslenska liðsins. Hjörtur Hermannsson, klúðraði hins vegar dauðafæri sem hefði komið Íslandi í stöðuna 3-0  á 56. mínútu, öll mörk telja.

Íslenska liðið náði ekki að halda hreinu. Set spurningamerki við Rúnar Alex í markinu sem Ísland fékk á sig en það kom beint úr hornspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi