fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Knattspyrnustjarna hefur legið í dái í 39 ár – „Ég er ekki nógu hugrökk til að binda enda á þetta“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 04:43

Jean-Pierre Adams

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar franski knattspyrnulandsliðsmaðurinn JeanPierre Adams kom á sjúkrahús í Lyon í Frakklandi 1982 átti hann bara að fara í myndatöku. Taka átti röntgenmyndir af honum. En læknir sem hann þekkti á spítalanum bauð honum að fara samstundis í aðgerð. Um aðgerð á hné var að ræða og var hér nánast um rútínuaðgerð að ræða.

En aðgerðin fór illilega úrskeiðis og nú hefur JeanPierre legið í dái í 39 ár. Ein af ástæðunum fyrir að aðgerðin fór úrskeiðis var að verkfall stóð yfir á sjúkrahúsinu og því vantaði lækna til vinnu. Svæfingalæknir var í þjálfun og átti að vakta átta sjúklinga samtímis.

Í aðgerðinni voru mörg mistök gerð og það reyndist örlagaríkt fyrir JeanPierre. Hann fékk ekki nóg súrefni á meðan á aðgerðinni stóð og komst ekki aftur til meðvitundar.

Hann var þá 34 ára, liðsmaður franska landsliðsins og hafði leikið 22 leiki fyrir það. Hann var meðal fyrstu svörtu leikmannanna sem komust í landsliðið. Samstarf hans og Marius Tresor í vörninni þótti frábært en Tresor var einn besti varnarmaður heims á sínum tíma.

JeanPierre er nú 73 ára og er enn á lífi. Eiginkona hans, Bernadette Adams, hefur alla tíð verið við hlið hans og annast hann. Hann getur ekki tjáð sig eða látið tilfinningar í ljós en hann andar af sjálfsdáðum, borðar sjálfur og hóstar. „Á Facebook segir fólk að ég eigi bara að taka úr sambandi . . . En hann er ekki tengdur við neinar vélar! Ég er ekki nógu hugrökk til að binda enda á þetta og hætta að gefa honum mat og drykk,“ sagði Bernadette í samtali við The Sun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“