Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM. Sigurinn kom á móti Liechtenstein en leiknum lauk með 4-1 sigri Íslands.
Birkir Már Sævarsson, kom Íslandi yfir með marki á 12. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Herði Björgvini Magnússyni.
Það var síðan nafni hans, Birkir Bjarnason sem kom Íslandi í 2-0 með marki á 45. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Aroni Einari og Arnóri Ingva.
Það var síðan Guðlaugur Victor Pálsson sem skoraði þriðja mark Íslands í leiknum, hans fyrsta landsliðsmark kom á 77. mínútu.
Tveimur mínútum síðar minnkaði Yanik Frick, muninn fyrir Liechtenstein með marki beint úr hornspyrnu.
Í uppbótartíma venjulegs leiktíma, var brotið á Rúnari Má Sigurjónssyni í vítateig Liechtenstein og vítaspyrna dæmd. Rúnar tók spyrnuna sjálfur og skoraði fjórða mark liðsins.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 4-1 sigri Íslands. Ísland er eftir leikinn í 5. sæti riðilsins með 3 stig eftir þrjá leiki.
Staðan í riðli Íslands eftir leiki dagsins: