fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Bitnar á fjölskyldu Jóhanns þegar meiðsli koma upp: „Ég er gríðarlega erfiður í 1-2 daga og tala lítið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekkert leiðinlegra en meiðsli og að vera ekki 100% í formi,” segir Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley í ítarlegu viðtali við Hauk Harðarson á RÚV.

Kantmaðurinn knái verður í eldlínunni þegar Ísland heimsækir Liechtenstein í undankeppni HM í kvöld. Hann hefur verið mikið fjarverandi síðustu tvö ár vegna meiðsla en það horfir til betri vegar.

Jóhann segir að það bitni á fjölskyldunni þegar meiðsli koma upp. „Auðvitað bitnar þetta dálítið á fjölskyldunni þegar ég kem heim og er kannski búinn að meiðast í einhverjum leik eða æfingu. Þá er ég gríðarlega erfiður í 1-2 daga og tala lítið. Svo er það bara áfram gakk og þá byrjar endurheimtin, að reyna að koma sér aftur á völlinn eins fljótt og hægt er,” segir Jóhann Berg.

Jóhann og unnusta hans, Hólmfríður Björnsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum og Jóhann segir fátt toppa það. „Það er dálítið skrítið. Það er fullorðins, maður er orðinn svo gamall. Þrítugur og tveggja barna faðir. En það er ekkert betra en þegar maður eignast fjölskyldu og eignast börn. Maður hefur átt frábærar stundir á vellinum en fjölskyldan er alltaf númer eitt,” segir Jóhann Berg.

Ítarlegt viðtal við Jóhann Berg á vef RÚV má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu